Epub
Icelandic language
Published Jan. 4, 2014 by JPV.
Bókaþjófurinn eftir Markus Zusak hefur vart vikið af metsölulistum víða um heim frá því hún kom fyrst út árið 2005 enda nær hún til allra aldurshópa. Bókin hlaut verðlaun starfsfólks bókaverslanna sem besta þýðing ársins. Sagan gerist í Þýskalandi nasismans þar sem dauðinn er sífellt nálægur – og ferðast víða. Þrisvar sér hann bókaþjófinn, hana Lísellu litlu, níu ára gamla stúlku sem býr hjá fósturforeldrum sínum í Himmelstræti eftir að móðir hennar er send í fangabúðir. Lísella hefur dálæti á bókum en til að geta eignast þær verður hún að stela þeim – og í bókunum uppgötvar hún mátt orðanna og tungumálsins og um leið mátt illskunnar sem oft er tjáð í orðum. Þetta er sagan um hana og fólkið í götunni hennar sem bíður örlaga sinna þegar sprengjuregnið hefst.